Nýjast á Local Suðurnes

Breyttur opnunartími í Duus safnahúsum

Opnunartíma í Duus safnahúsum hefur verið breytt á þann veg að framvegis verður lokað á mánudögum en opið aðra daga frá klukkan 12 til 17 eins og áður.

Breytingin er liður í því að geta boðið upp á lengri opnunartíma yfir sumarmánuðina og verður opið frá klukkan 10 á morgnana í júní, júlí og ágúst. Breytingin hefur auk þess í för með sér að aðgengi skólahópa að húsunum eykst en næsta vetur geta þeir komið í hús frá kl. 08:30 á morgnana.