Nýjast á Local Suðurnes

Heilsuleikskólinn Háaleiti á Ásbrú fékk Grænfánann

Haldið var upp á 7 ára afmæli heilsuleikskólans Háaleiti á Ásbrú á dögunum. Börn og kennarar byrjuðu daginn á árlegu Háaleitishlaupi sem endaði með því að öll börnin fengu verðlaunapening sem var afhendur við hátíðlega athöfn á sal.

Eftir hádegi mættu góðir svo gestir á svæðið, foreldrar, fyrrum nemendur, starfsfólk Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, starfsfólk og eigandandur Skóla ehf, sem rekur leikskólann ásamt því sem Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjnesbæjar leit við ásamt hljólbörubandinu sem léku nokkur vel valin lög.

graenfani haaleiti2

Leikskólinn fékk Grænfánann í fyrsta skipti

Leikskólinn fékk svo Grænfánann afhentan formlega í fyrsta skipti, börnin komu saman og í sameiningu var fáninn dreginn að húni. Síðan var boðið upp á grænmeti og ávexti í tilefni dagsins í boði Gamáþjónustunnar sem kom færandi hendi með veitingarnar.

Markmið verkefnis af þessu tagi er meðal annars að:

 • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning

 

Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gleði meðal starfsfólks og nemenda með að hafa náð þessum áfanga en honum var náð með því að gera umhverfisvernd að föstum þætti í skólastarfinu, en nemendur og starfsfólk leiksólans hafa mest verið að vinna með pappírssóun (flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu), moltugerð (allur lífrænn úrgangur fer í moltukassa) og ræktun.