Nýjast á Local Suðurnes

Stofnfundur Samtaka andstæðinga gegn stóriðju í Helguvík í kvöld

Stofnfundur Samtaka andstæðinga gegn stóriðju sem fyrirhuguð er í Helguvík verður haldinn í kvöld klukkan 20 í húsnæði Virkjun mannauðs á Ásbrú. Þegar hafa tæplega 200 manns sýnt áhuga á að mæta á fundinn á Facebook-viðburði sem settur var upp vegna fundarins.

“Nú er tími til að láta betur í okkur heyra varðandi það stóra umhverfisslys sem í vændum er. Ef þú hefur áhuga á að láta rödd þína heyrast þá hvet ég þig eindreigið til að mæta á stofnfundinn og taka þátt í þessu með okkur.” Segir meðal annars á Facebook-síðunni, sem finna má hér.