sudurnes.net
Fannst meðvitundarlaus í Bláa lóninu - Starfsfólk þurfti að beita hjartahnoði - Local Sudurnes
Erlend kona fannst meðvitundarlaus í Bláa lóninu í morgun en hún var þar gestur ásamt eiginmanni sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum fór konan í öndunarstopp á leiðinni í sjúkrabíl sem flutti hana til Reykjavíkur. Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, segir í samtali við DV að starfsmenn hafi strax brugðist við og komið konunni til aðstoðar. Hlúðu þeir að konunni og þurfti að beita hjartahnoði. Þrautþjálfaðir starfsmenn staðarins fengu einnig aðstoð frá erlendum lækni og hjúkrunarfræðingi sem voru gestir í lóninu á sama tíma. Meira frá SuðurnesjumGómaður við að reyna að stela sjónvarpstæki á hóteliRagga nagli með fyrirlestur og námskeið í GrindavíkUngur drengur féll ofan í gjótu við Bláa lónið – Fluttur á HSS til aðhlynningarFrönsk kona enn týnd – Ekki ákveðið hvort óskað verði eftir aðstoð björgunarsveitaKlaustursspjallið: “Helvíti sæt stelpa – Hún gæti fengið eitthvað í Keflavík”Bíllinn notaður og fullur af rusli eftir geymslu hjá bílastæðaþjónustuStálu ilmvatni og vodkaflöskum að verðmæti yfir 100.000 krónurTekin með mikið magn af sterum í leikfangakössumFöstudagsÁrni: Sigur Liverpool tímamótauppgötvun í læknavísindunum?Íþróttafélagið Nes fékk styrk eftir skötuveislu