Nýjast á Local Suðurnes

Vatnajökull kominn á 757-200 þotu Icelandair – Sjáðu hvernig þetta er gert!

Nýjasta listaverkið í flota Icelandair er 757-200 flugvél félagsins, sem hefur verið máluð að utan með myndum af Vatnajökli. Áður hefur flugvél frá félaginu verið máluð í norðurljósalitum.

Líkt og í “norðurljósavélinni” er meira sem minnir á jökla og vatn, en að innan er lýsingin meðal annars í bláum litum og vagnar flugþjóna eru “”mini-jöklar,” auk þess sem munnþurrkur og glös eru skreytt myndum af jöklinum.

Flugvirkjar Icelandair voru ekkert að spara málninguna, en 195 lítrar voru notaðir til þess að fullkomna verkið – Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig verkið gekk fyrir sig.