Stefnir í 24% atvinnuleysi í Reykjanesbæ – Tæplega 70% ferðaþjónustutengt
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar ræddi ástandið á vinnumarkaði á Suðurnesjum á síðasta fundi sínum og lýsir yfir miklum áhyggjum af atvinnumálum svæðisins, en allt stefnir í að atvinnuleysi nái áður óþekktum hæðum eða 25%.
Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 15.4% eða 2325 einstaklingar þegar ráðið kom saman og var ástandið verst í Reykjanesbæ þar sem atvinnuleysi mælist 17% og útlit er fyrir að það gæti farið í 24% í apríl. Af atvinnulausum eru 65% eru íslendingar, 23% pólverjar og 11% af öðru þjóðerni, 55% eru karlar og 45% konur. Samkvæmt nýjustu tölum er 68% ferðaþjónustutengt. Aldursskipting er: 27% 18-29 ára, 32% 30-49 ára, 21% 50-69 ára. Þá hafa yfir 3000 einstaklingar á Suðurnesjum skráð sig hjá Vinnumálastofnun í gegnum hlutastörf þetta er til viðbótar við atvinnuleysið.
Menningar- og atvinnuráð nýtti tækifærið á fundinum og hvatti ríkisvaldið til að styðja betur við Suðurnesin.