Nýjast á Local Suðurnes

Mikil hálka og mörg óhöpp á Reykjanesbraut

Færð er tekin að spillast á Suðurnesjum og er meðal annars mikil hálka á Reykjanesbraut.

Í augnablikinu eru viðbragðsaðilar að vinna á 4 vettvöngum á Reykjanesbraut. Ekki er vitað um slys á fólki þar sem þetta er bara að gerast í þessum töluðu orðum, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla biðlar tíl fólks að fara varlega og þeir sem enn eru á sumardekkjum eiga ekki erindi á Reykjanesbrautina eins og er.