sudurnes.net
Tryggði Arnór Ingvi sér farseðilinn á EM? - Sjáðu markið gegn Grikkjum! - Local Sudurnes
Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt marka Íslands gegn Grikkjum í vináttulandsleik liðanna í gær, markið kom á 34. mínútu þegar Ísland var tveimur mörkum undir. Skot Arnórs var hnitmiðað og óverjandi fyrir markvörð Grikkja. Þetta er þriðja landsliðsmark Arnórs Ingva í sex A-landsliðsleikjum. Hér má sjá márk Arnórs Ingva á vef Rúv. Arnóri Ingva var skipt út af í leikhléi en var þrátt fyrir það næstbesti leikmaður liðsins í þessum leik samkvæmt einkunnargjöf fótbolti.net, í umsögn um frammistöðu Arnórs segja sérfræðingar fótbolta.net kappann hafa tryggt sæti sitt í liðinu fyrir EM, sem fram fer í sumar. Aðeins Gylfi Sigurðsson var betri gegn Grikkjum en hann lék síðari hálfleikinn og lagði upp tvö mörk og var valinn maður leiksins. Meira frá SuðurnesjumSveindís Jane skoraði tvö mörk gegn Hvít-RússumKeflvíkingar í slæmum málum eftir tap á AkranesiJafnt hjá Njarðvík gegn nýliðunumEmelía Ósk frábær þegar U18 landsliðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum EMStórt tap hjá Grindavík í úrslitaleiknum – Fengu á sig fleiri mörk en í riðlakeppninniReynir vann KFS í markaleikNjarðvík vann grannaslaginn – Keflavík lagði SkallagrímFyrsta tap Njarðvíkinga – Víðir í fjórða sæti eftir sigur í markaleik16 liða úrslit: Grindavík mætir Fylki í kvöld og Víðir heimsækir Selfoss á morgunHing-Glover afgreiddi Keflavík