Nýjast á Local Suðurnes

Glæsilegur árangur Danskompaní á HM

Team DansKompaní náði glæsilegum árangri á heimsmeistaramótinu í dansi, sem haldið var í Prag á dögunum. Team DansKompaní mætti með 51 keppanda á mótið og voru þau partur af 200 keppendum landsliðs Íslands.

Á mótinu er mjög hörð keppni hæfileikaríkra dansara í öllum dansstílum, þar á meðal ballett, nútímadans, jazz, tap, söng- og dansi, street/hip hop og þjóðdansi en lögð er sérstök áhersla á hópdansa til að sem flest börn fái tækifæri til að taka þátt. Markmið mótsins er að koma saman dönsurum frá öllum heimshornum og skapa langvarandi vináttu.

Team DansKompaní skaraði fram úr í keppninni og vann þrjá Galatitla (þar keppa heimsmeistarar sín á milli), átta heimsmeistaratitla, þrjú silfurverðlaun, ein bronsverðlaun og síðast en ekki síst var Ísland í 2. sæti yfir heildina í söng- og danshlutanum í öllum aldursflokkum. Helga Ásta Ólafsdóttir, danshöfundur, eigandi og skólastjóri DansKompaní, og Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur og kennari, stýrðu hópnum.

Team DansKompaní unnu verðlaun fyrir:

  • MOST OUTSTANDING SENIOR SMALL GROUP
  • MOST OUTSTANDING JUNIOR LARGE GROUP
  • MOST OUTSTANDING SENIOR DUET/TRIO
  • WORLD CHAMPION GOLD Children Small Group Song and Dance
  • WORLD CHAMPION GOLD Children Duet/Trio Song and Dance
  • WORLD CHAMPION GOLD Junior Large Group Song and Dance
  • WORLD CHAMPION GOLD Senior Small Group Song and Dance
  • WORLD CHAMPION GOLD Senior Large Group Song and Dance
  • WORLD CHAMPION GOLD Senior Duet/Trio Show Dance
  • WORLD CHAMPION GOLD Senior Solo Show Dance Boys
  • WORLD CHAMPION GOLD Senior Small Group Show Dance
  • SILVER MEDAL Mini Small Group Song and Dance
  • SILVER MEDAL Mini Duet/Trio Song and dance
  • SILVER MEDAL Children Small Group Show Dance
  • BRONZE MEDAL Children Large Group Song and Dance
  • Golden Envelope and 6th place Children Solo Song and Dance
  • 6th place for Moulin Rouge, Senior Large Group Show Dance
  • 6th place for Muddy Waters, Children Duet/Trio Show Dance