Nýjast á Local Suðurnes

Eldgosið náð jafnvægi

Eld­gosið á Reykjanesi virðist hafa náð jafn­vægi í gær­kvöldi og virkn­in hafi verið nokkuð stöðug í alla nótt. Hún er öll norðan við Stóra Skóg­fell.

Virkn­in er bund­in tvö staði á nyrðri sprung­unni sem opnaðist í fyrrinótt, segir í tilkynningu frá Veðurstofu. Mynd­ar­leg­ir kvikustrók­ar eru enn sjá­an­leg­ir en miðað við sjón­mat þá virðast strók­arn­ir hafa minnkað frá því í gær­kvöldi, seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.