sudurnes.net
HS Orka hefur látið útbúa kynningarmyndband vegna geislunar - Local Sudurnes
HS Orka hefur látið útbúa kynningarmyndband um jarðhitavinnslu á Reykjanesi og myndun jarðhitaútfellinga sem innihalda efni sem gefa frá sér aukna náttúrulega alfa og beta geislun. Uppsöfnun þessara útfellinga veldur því að í fyrsta sinn á Íslandi hefur mælst uppsöfnun á náttúrulegum geislavirkum efnum þegar fjölmörg efni, þar á meðal ákveðin geislavirk efni úr náttúrunni, falla út við borholutoppana. Jarðhitavinnsla á Reykjanesi er að einhverju leiti frábrugðin hefðbundinni jarðhitavinnslu á Íslandi sem skýrist af samspili hárrar seltu jarðhitavökvans og hás hitastigs. HS Orka hefur látið mæla styrk á uppleystu radoni (Rn) í neysluvatni á Suðurnesjum. Mælingar voru framkvæmdar 22. september síðastliðinn. Mælingar benda til þess að neysluvatn úr vatnsbóli Suðurnesjamanna í Lágum og úr vatnsbóli austan undir Sýrfelli innihaldi ekki efni með náttúrulega geislun umfram það sem eðlilegt getur talist. Nánar má lesa um þessar mælingar í minnisblaði frá ÍSOR Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkAmarosis endaði í þriðja sætiLandsliðsþjálfari Austurríkis stjórnar Vogabúum í bikarkeppni HSÍÁrni og Böðvar kveðja pólitíkina – “Þurfti þrautseigju að fylgja verkefnum eftir gegn andstreymi fjársveltis”Þingmenn og ráðherrar ánægðir eftir fund með Stopp-Hingað og ekki lengra! hópnumMikill metnaður í dagskrá Menningarviku GrindavíkurHeitavatnslaust verður á öllum Suðurnesjum 11. október vegna bilunar í stofnlögnDæmi um [...]