sudurnes.net
Rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja NATO í myndum - Local Sudurnes
Landhelgisgæslan, sem annast meðal annars daglega framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna sem og framkvæmd gistiríkjastuðnings fyrir liðsafla Atlantshafsbandalagsins hér á landi í umboði utanríkisráðuneytisins, gefur fylgjendum sínum á Facebook smá innsýn í hverju starfsemin felst. Það er í verkahring starfsmanna Landhelgisgæslunnar að sjá um rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis. Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO, segir í texta sem fylgir meðfylgjandi myndum sem Landhelgisgæslan skellti á Fésbókina. Varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar sinnir jafnframt fjölda annarra verkefna; s.s þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, undirbúningi og umsjón varnaræfinga sem haldnar eru hérlendis sem og úrvinnslu upplýsinga úr kerfum NATO og undirstofnanna þess, segir einnig. Meira frá SuðurnesjumHér verður Búllan staðsett – Átt þú inni borgara?Svefnskálar Landhelgisgæslu og NATO rjúka upp – Myndir!Loftrýmisgæslu ítalska hersins lokið – Myndband!Yfirhershöfðingi NATO skoðaði öryggissvæðið á KeflavíkurflugvelliLoka fyrir heitt vatn á stóru svæðiHluti Keflavíkur án rafmagns frá miðnættiLoka fyrir rafmagn í hluta KeflavíkurhverfisBachelorstjarna heimsótti Bláa lónið – Myndir!Rafmagn tekið af við BásvegNesvegur í sundur og alveg ófær – Myndir!