Nýjast á Local Suðurnes

Kastaði farsíma í bíl og skallaði mann í andlitið að tilefnislausu

Karlmaður hlaut á dögunum tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að skalla annan mann í andlitið að tilefnislausu og vinna skemmdir á bíl hans með því að kasta farsíma í bílinn.

Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistað við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Auk skilorðsbundna dómsins er manninum gert að greiða tæpar 600.000 krónur í viðgerðir á bílnum, miskabætur og málskostnað.