Slæm veðurskilyrði þegar banaslys varð á Njarðarbraut – Rannsókn stendur enn yfir
Veðurskilyrði voru slæm þegar banaslys varð á Njarðarbraut síðdegis í gær, myrkur, rigning og talsverður vindur. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs- og sjúkraflutninga kom á vettvang auk læknis. Vinna á vettvangi tók þrjá tíma og var gatan lokuð á meðan.
Vegfarendur sem komu að banaslysinu reyndu endurlífgunartilraunir þar til björgunaraðilar komu á vettvang, segir í tilkynningu frá lögreglu sem birt er á Vísi.is.
Enn er unnið að því að tilkynna nánustu ættingjum um banaslysið, samkvæmt lögreglunni, og því er ekki mögulegt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.