Nýjast á Local Suðurnes

Grunaður um ölvunarakstur valt ofan í skurð

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ökumaður sem ætlaði að snúa bifreið sinni við bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Bílveltan varð aðfaranótt mánudags við Keilisbraut á Ásbrú, en auk ökumanns var einn farþegi í bílnum. Engin slys urðu við óhappið. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

Nokkur umferðaróhöpp til viðbótar urðu um helgina en engin meiðsl á fólki, segir í tilkynningu frá lögreglu.