sudurnes.net
HM bikarinn óvænt á Íslandi aftur - Til sýnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í kvöld! - Local Sudurnes
Flugvél á vegum bandaríska gosframleiðandans Coca Cola lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag, en um borð er meðal annars hinn eini sanni HM bikar, sem hampað verður í Rússlandi í sumar. Bikarinn var til sýnis í Smáralind á dögunum en vegna slæmra veðurskilyrða í Bandaríkjunum, hvar bikarinn á að vera til sýnis á morgun, þurfti að millilenda á Keflavíkurflugvelli. Skipuleggjendur ferðarinnar, í samstarfi við Coca Cola og FIFA hafa því ákveðið að gefa Íslendingum annað tækifæri á að skoða bikarinn og þótti henta best að innrétta hluta af brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar af því tilefni og sýna gripinn. Hér er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir Íslenska fótboltaaðdáendur til að sjá þennan táknræna grip á milli klukkan 19 og 21 í flugstöðinni. Meira frá SuðurnesjumHM bikarinn lentur í Keflavík – Myndir!Söfnuðu einni og hálfri milljón krónaÞróttarar sprungu á limminu í síðari hálfleik og eru úr leik í bikarnumÞróttarar lögðu KR-inga í Coca-Cola bikarnumArnór Ingvi semur við Rapid Vín – Dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafiKeflavík og Njarðvík gætu fengið vel á annan tug milljóna verði Arnór Ingvi seldurFarþegamet slegið í FLE í dag – Tafir vegna verkfalls SFRIngvar og Arnór Ingvi í FIFA 18 – Sjáðu hvernig þeir líta út!Arnór Ingvi vill [...]