sudurnes.net
Lét sig hverfa eftir að hafa stolið ilmvatni - Local Sudurnes
Þrjú þjófnaðarmál komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Í tveimur tilvikum var matvöru stolið úr verslunum í umdæminu og í því þriðja hnuplaði karlmaður ilmvatnsglasi að andvirði rúmlega 6000 kr. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að öryggiskerfi verslunarinnar hafi farið í gang þegar hann gekk út og stöðvaði starfsmaður hann, fann ilmvatnið og tók það af honum. Hann tók þá til fótanna og lét sig hverfa. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkPalli á skralli endaði einn í sóttkví – Sjáðu myndböndin!Lögregla kölluð til þegar fjöldi flugfarþega neituðu að færa sigBjörgunarsveitin Suðurnes tók þátt í Landsæfingu björgunarsveitaSöfnun fyrir fjölskyldu Jóhannesar HilmarsLögregla stöðvaði tugi bifreiða – Ökumenn til fyrirmyndarLögregla lét dósaþjófa með barnakerru heyra það – “Virtust skilja það”Farþegum fjölgar – “Markaður­inn hef­ur mikla trú á flugi til Íslands”Hafnsögumamaður kvíðir ekki sjóprófum – “Allskonar sögur fara af stað”Njarðvíkursigur í grannaslagnum