Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn töpuðu toppslagnum

Víðismenn fengu Tindastól frá Sauðárkróki í heimsókn á Nesfisk-völlinn í Garðinum í gærkvöldi, leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur, en liðin voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar fyrir leikinn, með 15 stig hvort.

Norðanmenn voru mun sterkari aðilinn í gær og höfðu sanngjarnan 3-0 sigur. Þeir tóku forystuna strax á 9. mínútu leiksins og bættu öðru marki við á 24. mínútu, 0-2 í hálfleik. Tindastóll fékk svo vítaspyrnu á 76. mínútu sem þeir nýttu, 0-3, sem urðu lokatölur leiksins.

Þar með var fyrsta tap Víðismann í deildinni staðreynd, liðið er í öðru sæti, en á leik til góða á Tindastól. Næsti leikur liðsins er nágrannaslagur gegn Þrótti Vogum á Vogabæjarvelli næstkomandi þriðjudag.

vidir fotb2