sudurnes.net
Þjálfarinn rekinn frá Njarðvík - Local Sudurnes
Njarðvíkingar hafa sagt upp samningi við þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu, Mikael Nikulásson. Mikael hafði stjórnað liðinu í eitt tímabil og endaði liðið í fjórða sæti eftir að mótið var blásið af. Frá þessu er greint á vef fotbolti.net, en þar kemur fram að von sé á tilkynningu frá félaginu í dag. Þjálfarinn fyrrverandi hefur þó tjáð sig um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, hvar hann segist afar ósáttur við ákvörðun Njarðvíkinga, enda árangur liðsins góður, að hans mati. Liðið endaði sem fyrr segir í fjórða sæti 2. deildarinnar með 60% sigurhlutfall og átti tölfræðilega möguleika á sæti í fyrstu deild þegar mótið var blásið af. Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar í viðræðum við MikaelNýr þjálfari Njarðvíkur gefur eftir hluta launa sinnaSérfræðingur úr hlaðvarpsþætti tekur við NjarðvíkFyrrum leikmaður Liverpool til KeflavíkurPalla-ball og Voice stjarnan Ellert Heiðar á Sjóaranum síkátaBjarni hættir á toppnumFélagaskipti dregin til baka í kjölfar meintrar fölsunarNjarðvíkingar afla gagna vegna stöðu BonneauGamalt og gott – Skrípaleikur í LjónagryfjunniSamúel Kári og Arnór Ingvi í landsliðshópnum – Ingvar meiddur