sudurnes.net
Aðstoða komufarþega við að nálgast bíla - Local Sudurnes
Bílastæðafyrirtækið BaseParking, sem hefur starfsemi á Keflavíkurflugvelli, hefur ákveðið að bjóða upp á þá þjónustu við flugvöllinn að aðstoða ættingja eða ástvini þeirra sem koma til landsins að nálgast bíla sína á þægilegan hátt. Þjónusta fyrirtækisins er endurgjaldslaus og gengur út á það að ættingjar geta komið með bíl til fyrirtækisins sem er svo afhentur þeim sem kemur til landsins seinna um daginn eða deginum eftir. Í tilkynningu á Facebook segir að tekið verði á móti bílnum beint fyrir utan flugstöðina og hann afhentur fyrir utan komusalinn. Meira frá SuðurnesjumBiggi lögga ósáttur við akstursbann: “Ætlum við að banna bara fólk í kringum bíla?”Ekið á tvo bíla og stungið af – Annar bíllinn óökufær eftir ákeyrslunaÁrekstur við eftirför lögreglu – Höfðu dregið úr hraðanumMikill mannfjöldi á gosstað í gær – Sjáðu myndirnar!Þjófur herjaði á íbúa Dalshverfis – Öllu lauslegu stolið úr bifreiðumGarðar “Iceredneck”: “Örn Árna eða Hópkaup eru ekkert að koma og redda málunum”Býðst til að flytja bóluefni landshluta á milli fríttReykjanesbær selur hlut í Bláa lóninuSaka bílastæðaþjónustu um glæfraakstur á bílum viðskiptavinaSorp ekki hirt vegna bíla sem hefta aðgang að yfirfullum ruslageymslum