sudurnes.net
Heimilt að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir Fitjar - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur lagt fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu – Kím ehf.. Til stendur að byggja heilsuræktarstöð auk sjóbaðsaðstöðu á svæðinu á vegum World Class. Deiliskipulagið var auglýst en Skipulagsstofnun bendir á í bréfi dags 28. janúar að ekki er gerð grein fyrir því hvort heilsuræktarstöð með hóteli, baðlaug og fjörupotti utan lóðar samræmist heimildum gildandi aðalskipulags fyrir athafnasvæðið. Umhverfis- og skipulagsráð sveitarfélagsins veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags. Meira frá SuðurnesjumTæplega 100 milljóna króna munur á dýrasta og ódýrasta einbýlinuLoka fyrir umferð vegna framkvæmdaEllefu af Suðurnesjum berjast um landsliðssætiNý heilsugæsla verði í nýju hverfiTökur á True detective í vikunni – Þessum götum verður lokaðLoka hluta Hafnargötu vegna framkvæmdaNesvegur í sundur og alveg ófær – Myndir!Leggja til að þróunarsvæði á Ásbrú verði boðið útHluti Grindavíkur án rafmagns í nóttSamþykkja samning við Laugar