sudurnes.net
Gera ráð fyrir að loka flestum stofnunum ef það gýs við Svartsengi - Local Sudurnes
Gera má ráð fyrir að flestum stofnunum Reykjanesbæjar verði lokað ef gos hefst við Svartsengi og heita vatnið fer. Miðast verður við viðbragðsáætlanir við að koma í veg fyrir skemmdir á byggingum. Unnið er að forgangsröðun stofnana hvað varðar rekstur. Þetta kom fram á fundi neyðarstjórnar sveitarfélagsins, en þar kom einnig fram að umhverfis- og framkvæmdasvið vinni að því að hafa samband við allar stofnanir Reykjanesbæjar til að ræða viðbragðsáætlun ef heita vatnið fer af. Þá var tekið fram á fundinum að skoða þurfi allar stofnanir fyrstu tvo dagana til að fyrirbyggja skemmdir í lagnakerfum. Einnig þarf að huga að öðrum mannvirkjum, svo sem upphituðum knattspyrnuvöllum. Meira frá SuðurnesjumBæjaryfirvöld ræða við kennara – Skólar í Reykjanesbæ í hópi þeirra bestu á landinuByggingarisi hagnast um milljarð: “Tækifærin eru á Suðurnesjum”Hefja tímasetta aðgerðaráætlun til að bæta stöðu SuðurnesjaOpna Boruna á morgnana fyrir heldri borgaraVona að meirihlutinn vinni áfram í tekjuöflun eða samningum um skuldir bæjarinsAfbókanir með skömmum fyrirvara koma illa við veitingamenn – Landhelgisgæslan naut góðs afGera ráð fyrir 13,5 milljarða króna tekjum af hraðlest á milli FLE og ReykjavíkurSuðurnesjaliðin geta komist upp um deild á föstudagLögregla og Brunavarnir æfa forgangsaksturÁkærður fyrir að hafa stofnað lífi vegfarenda í hættu – Ók á [...]