sudurnes.net
Loka fyrirtækjum á meðan á tökum stendur - Local Sudurnes
Töluvert umfang mun fylgja tökum á sjónvarpsþáttunum True detective, sem teknir verða upp að hluta í Reykjanesbæ í vikunni, og leyfi hefur verið veitt til að loka götum í bænum, en einnig þurfa nokkur fyrirtæki við Hafnargötu að loka tímabundið vegna verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ, en eftirfarandi fyrirtæki munu loka tímabundið á meðan á tökum stendur: Paddy´s Bar21. nóvember til og með 8. desember.Raven Ink22. nóvember til og með 7. desember.Hótel Keilir27. nóvember til og með 4. desember.Oriento28. nóvember til og með 2. desember.Biryani28. nóvember til og með 2. desember. Opið milli 11:00 og 18:00.Sambíó30. nóvember og 1. desember (2 dagar).Fjóla Gullsmiður1. desember.Galleri Keflavík1. desember. þá verður nokkrum götum einnig lokað tímabundið, eins og sjá má hér fyrir neðan. Veðurskilyrði geta þó haft áhrif á ofantalið og yrðu þær breytingar kynntar með tilkynningum á vef Reykjanesbæjar. Ránargata26. nóvember til og með 2. desember.Hafnargata frá Sambíó að Omnis28. nóvember til og með 2. desember, frá kl. 15:00 til 03:00. Einnig 1. desember frá kl. 07:00 – 03:00.Sunnubraut6. og 7. desember, frá Skólavegi að Sunnubraut 12.Brekkustígur8. og 9. desember, frá Hafnarbraut að Brekkustíg 15.Þórustígur8. og 9. desember, frá Brekkustíg að Þórustíg 24. Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær opnar upplýsingavef vegna [...]