sudurnes.net
Árni Árna með geislavirkan föstudagspistil - Local Sudurnes
Fulltrúar frá Bandaríkjunum hafa verið að skoða aðstæður með það í huga að senda hingað her að nýju, en nú þegar eru komnar 13 herþotur til landsins. Það væri ekki leiðilegt að fá herinn aftur á Miðnesheiðina. Ég ólst upp með þessu vinarlega fólki sem þar dvaldi og ekki má gleyma hvað Bandaríkin gerði fyrir landið okkar. Þar má nefna atvinnutækifærin sem hernum fylgdi, steypti vegurinn sem flestir þekkja sem Reykjanesbraut og síðast en ekki síst voru hermennirnir iðnir við að leggja sitt af mörkum við að fjölga landanum. Já það má með sanni segja að þeir sáðu margir hverjir í frjóan svörð þess sjarmatröll. Árni Árnason Þá eru samkynhneigðir viðurkenndir í herinn þannig að hver veit nema maður lendi bara í ástandinu. En það má samt frá því segja að samkynhneigðir íslenskir karlmenn á tímum hernámsins fóru huldu höfði í samfélaginu, en margir þeirra áttu í ástarævintýrum við ameríska hermenn. Sumt er bara á yfirborðinu í dag sem betur fer. Getur einhver sagt mér af hverju fangar ættu að fá atvinnuleysisbætur? Talandi um aumingjavæðinguna sem vinstri flokkarnir berjast fyrir. Núna vill Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn að fangar fái atvinnuleysisbætur. Ég biðst afsökunar ef ég er að kafna úr hroka [...]