sudurnes.net
Air Canada breytir áætlunum vegna anna á Keflavíkurflugvelli - Local Sudurnes
Stærsta flug­fé­lag Kan­ada, Air Canada, mun hefja flug á milli Íslands og Toronto og Montreal í sumar. Félagið hóf sölu á farmiðum á þessum leiðum í byrjun febrúar og samkvæmt áætlun áttu vélar félagsins taka á loft frá Íslandi klukk­an hálf níu að morgni alla daga vik­unn­ar að fengnu samþykki yf­ir­valda. Ferðavefsíðan Túristi.is greinir frá því að kanadíska flugfélagið hafi hins vegar ekki fengið þessa brottfaratíma samþykkta hjá yfirvöldum, sökum anna á Keflavíkurflugvelli á þessum tíma dags, en þó nokkuð margar brottfarir eru frá Keflavíkurflugvelli á morgnana. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Isa­via þá fékk kanadíska flug­fé­lagið ekki umbeðna brott­far­ar­tíma en út­hlut­un þeirra er á borði sjálf­stæðs sam­ræm­ing­ar­stjóra en ekki Isa­via líkt og regl­ur EES gera ráð fyr­ir. Samkvæmt frétt Túrista mun flugfélagið bregðast við með því að breyta áætlunum sínum og lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan níu að morgni og taka á loft frá landinu klukkan tíu. Meira frá SuðurnesjumAir Canada hefur sumarflugiðAir Canada mun bjóða upp á flug frá Keflavík til Toronto og MontrealAir Canada fækkar ferðum til KeflavíkurflugvallarKeflavíkuflugvöllur 111. áfangastaður Wizz AirFyrrverandi sviðsstjóri hjá Reykjanesbæ dæmdur fyrir kynferðisbrot – Annað mál í rannsóknNýtt landamærakerfi mun anna um 2.500 farþegum á klukkutímaMikil umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið – Fylgstu með [...]