sudurnes.net
Fingralangur stal gaskút - Töluvert um þjófnaði á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Þjófnaður á dekkjum úr gámi var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Um var að ræða átta nýleg, negld vetrardekk og var annar gangurinn á álfelgum. Gámnum hafði verið lokað með borða og strekkjara sem læstur var með lás. Það dugði ekki til því sá eða þeir sem þarna voru að verki skáru á borðann og komust þannig inn. Málið er í rannsókn. Þá var kærður stuldur á greiðslukorti. Slóð þess var rakin þar sem það hafði verið notað í verslunum og hafði verið verslað fyrir tæplega 30 þúsund krónur. Vitað er hver þarna var að verki. Loks hafði einhver fingralangur tekið gaskút sem var fyrir utan íbúðarhúsnæði í umdæminu. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnSamtökin Betri bær og Reykjanesbær bjóða upp á JólakofannBláa lónið skellir í lásDýrum tækjum stolið í innbrotiFyrirtæki loka snemma í dag – Bankar og tryggingafyrirtæki skella í lás klukkan 15.30Boraði í gegnum höndina á sér900 númerin loka á morgun – En Sigvaldi safnar áfram fyrir UmhyggjuGrindavíkur-appið – Allt um Grindavík á einum staðHagkaup skellir í lás – Þetta vilja Suðurnesjamenn fá í staðinn!Reykjanesbær vill fá ábendingar frá íbúum varðandi aðalskipulag