sudurnes.net
Munu ekki segja upp starfsfólki við breytingar á rekstri Isavia - Local Sudurnes
Um ára­mót­in verður rekstri Isa­via, sem hingað til hef­ur verið rek­inn af einu móður­fé­lagi, skipt í þrennt með stofn­un dótt­ur­fé­laga um inn­an­lands­flug­valla­kerfið og flug­leiðsöguþjón­ustu á Norður-Atlants­hafi. Móður­fé­lagið mun áfram sjá um rekst­ur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og stoðdeilda. Forstjóri Isavia, Svein­björn Indriðason seg­ir skipu­lags­breyt­ing­arn­ar ekki til þess falln­ar að Isa­via þurfi, eða ætli að skera niður í starfs­manna­fjölda eða bæta í hann. „Það er mjög mik­il­vægt líka að gæta þess að þarna erum við að fara úr einu fé­lagi í þrjú fé­lög og við þurf­um að standa vörð um að það verði ekki til nýr kostnaður eða ný um­svif sem tengj­ast því,“ segir hann meðal annars í viðtali við mbl.is, þar sem farið er í gegnum breytingarnar sem munu eiga sér stað um áramót. Meira frá SuðurnesjumUm 150 starfsmenn frá Póllandi verða ráðnir í sumarafleysingar hjá IGSFylgjast þarf með þróun loftgæða við vinnu utandyraFall úr Pepsí-deild kemur við buddu Keflvíkinga – Á annan tug milljóna í tekjutapAuka loftgæðismælingar í Reykjanesbæ – 50 kvartanir borist vegna kísilmálmverksmiðjuTelur að eitrað hafi verið fyrir ketti í Innri-NjarðvíkBærinn skorar á ríkiðHarkalega farið með farangur hjá WOW-air – “Á erfitt með að tjá mig um þetta”Lögregla varar við aðstæðum á Reykjanesbraut – Nokkrir farið út afKaffitár í neðsta sæti í forvali [...]