Nýjast á Local Suðurnes

Hálka í hverfum – Bíll endaði á brunahana

Töluverð hálka er í hverfum Reykjanesbæjar, en mikil snjókoma í morgun hefur gert ökumönnum erfitt fyrir. Bíl var til að mynda ekið á brunahana við Kópubraut í Innri-Njarðvík rétt eftir hádegi, með þeim afleiðingum að vatn flæddi um götuna.

Bílinn þurfti að fjarlægja með dráttarbíl og viðgerð stendur yfir á brunahananum.