Nýjast á Local Suðurnes

Stórsöngvarinn Einar Júlíusson er látinn

Einar Júlíusson, söngvari, er látinn, 78 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Einar var einn af stofnendum Hljóma, en auk þess söng hann með hljómsveitinni Pónik og Einar í 23 ár.

Tilkynning fjölskyldu Einars:

„Eitt helsta átrúnaðargoð unga fólksins á 7. áratugarins og stórsöngvarinn Einar Júlíusson, lést í faðmi fjölskyldunnar síðastliðna nótt. Einar fæddist í Keflavík 20. ágúst 1944, hann bjó og starfaði þar alla tíð. Einar byrjaði á barnsaldri að syngja, hann var einn af stofnendum Hljóma og var fyrsti söngvari þeirra frægu hljómsveitar.

Hann átti síðan farsælan 23 ára ferill með hljómsveitinni „Pónik og Einar“. Á síðari árum lagði hann áherslu á einsöng, þar sem hann söng við ýmsar athafnir. Einar söng á hljómplötu með Ellý Vilhjálmsdóttur og varð sú plata mjög vinsæll. Fræg lög sem Einar söng voru til dæmis lögin „Brúnaljósin brúnu“, „Léttur í Lundu“ og „Viltu dansa“.