sudurnes.net
Ekkert fyrirtæki hefur sýnt áhuga á að stofna félag um almennar íbúðir í Grindavík - Local Sudurnes
Ekkert fyrirtæki hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu, kaup og rekstur almennra leiguíbúða í Grindavík, á grundvelli nýrra laga um almennar íbúðir, en Grindavíkurbær auglýsti eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í verkefninu á dögunum. Bæjarstjóri upplýsti þetta á fundi bæjarráðs þann 6. september síðastliðinn. Markmiðið með stofnun slíks félags er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu í Grindavík. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að boða til fundar með fulltrúum fyrirtækja og félögum launþega í Grindavík til að ræða mögulega stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkStartup Tourism í ReykjanesbæKröfuhafaráð mun koma að fjárhagslegri endurskipulagningu ReykjaneshafnarKaffitár krefst þess að sýslumaður sæki gögn til IsaviaTvær rótgrónar fiskvinnslur sameinastSuðurnesjamaður verður á meðal stærstu eigenda EllingsenSAS ætlar í harða samkeppni við Icelandair og WOW – Boða flug frá Keflavík til KaupmannahafnarKísilver í fjárhagskrísu – Magnús yfirgefur stjórn USi og óvissa um fjármögnun ThorsilBesta viðskiptahugmyndin fær allt að eina milljón krónaReykjaneshöfn óskar eftir greiðslufresti – Boðað til kröfuhafafundar