Leik Keflavíkur og Fram frestað til morguns

Leik Keflavíkur og Fram, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.
Í tilkynningu frá Keflavík kemur fram að allir þeir sem hafa tryggt sér miða á leikinn geti notað hann á morgun.
Leikurinn fer fram kl 16:30 á Nettóvellinum.