Nýjast á Local Suðurnes

HUG verktakar breyta gjöf fasteignafélaga í leikskóla

HUG verktakar áttu lægsta tilboð í breytingar á Skógarbraut 932 á Ásbrú í leikskóla. Tilboðið hljóðaði upp á tæplega 74 milljónir króna og hefur bæjarráð samþykkt að ganga til samninga við vertakafyrirtækið um framkvæmdina. Útboðið á verkinu var unnið í samvinnu við Ríkiskaup og buðu fjögur fyrirtæki í verkið.

Húsnæðið var fært Reykjanesbæ að gjöf af fasteignafélögum sem hafa starfsemi á Ásbrú og verður samið um verkið með fyrirvara um afhendingu og útgáfu afsals fyrir fasteigninni að Skógarbraut 932.

Hér fyrir neðan má sjá tilboð í verkið auk kostnaðaráætlunar Reykjanesbæjar:

Bjóðandi: Hýsi

Heildartilboðsupphæð með VSK: 118.307.870,-

Bjóðandi: Hjálmarsson ehf.

Heildartilboðsupphæð með VSK: 99.464.349,-

Bjóðandi: TSA ehf.

Heildartilboðsupphæð með VSK: 76.993.340,-

Bjóðandi: HUG verktakar ehf.

Heildartilboðsupphæð með VSK: 73.949.142,-

Kostnaðaráætlun: 77.867.098,-