sudurnes.net
Öruggur sigur hjá Njarðvík gegn Ægi - Local Sudurnes
Njarðvíkingar lögðu Ægi að velli í annari deildinni í knattspyrnu í kvöld, með sigrinum halda Njarðvíkingar öðru sæti deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Sigurinn í kvöld var öruggur en Njarðvíkingar skoruðu fjögur mörk gegn einu gestanna. Fyrsta markið kom strax á fyrstu mínútu, en það gerði Arnór Svansson, Ægismenn jöfnuðu fyrir leikhlé, en Stefán Birgir Jóhannesson kom Njarðvíkingum yfir á ný strax á annari mínútu þess síðari. Þeir Styrmir Gauti Fjeldsted og Harrison Hanley bættu svo við mörkum fyrir Njarðvíkinga á 78. og 92. mínútu. Leikmenn hins sigursæla liðs Njarðvíkur sem unnu 3. deild (nú 2. deild) árið 1981, voru heiðursgestir á leiknum í kvöld, ne margir þessara leikmanna létu ekki staðar numið þegar þeir hættu að spila knattspyrnu, heldur tóku til við að vinna fyrir UMFN. Sem formenn félagsins, formenn deilda, þjálfarar og öflugir stuðningsmenn. Meira frá SuðurnesjumTap hjá Njarðvíkingum á SeltjarnarnesiSigur í lokaleiknum hjá NjarðvíkingumHundvotir Njarðvíkingar lögðu ÆgiNeðri deildirnar – Öll Suðurnesjaliðin nældu í stigJafnt hjá Njarðvík gegn nýliðunumReynir vann KFS í markaleikFyrsta tap Njarðvíkinga – Víðir í fjórða sæti eftir sigur í markaleikVíðismenn nánast öruggir með sæti í 2. deildKeflavíkurstúlkur með sigur í fyrsta mótsleik ársinsNjarðvík hélt toppsætinu – Víðir í sjöunda eftir tap á Grenivík