sudurnes.net
Bókasafnið fer í Hljómahöll - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að Bókasafn Reykjanesbæjar verði flutt í Hljómahöll í aðstöðu rokksafnsins og að Rokksafni Íslands verði fundinn annar staður. Á fundi ráðsins var lögð fram skýrsla forseta bæjarstjórnar um húsnæðismál Bókasafns Reykjanesbæjar og í kjölfarið var flutningurinn samþykktur með fjórum atkvæðum. Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki, greiddi atkvæði á móti. Málið hefur verið í vinnslu í töluverðan tíma og samkvæmt fundargerðum frá því á síðasta ári kemur fram að flutningurinn sé liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. Meira frá SuðurnesjumLögðu til að ritun Sögu Keflavíkur yrði slegið á frestGuðlaugur og Eysteinn þjálfa Keflavík í Inkasso-deildinniAuka báknið í stað þess að nýta tækifærið og minnka álögur á íbúaSemja um kaup á leikskólaVeita styrki vegna greiðslu fasteignaskatts til félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyniOftast strikað yfir nöfn Margrétar og FriðjónsUngir leikmenn streyma til KeflavíkurHeilsuspillandi starfsumhverfi í skólum – Geta ekki veitt upplýsingar um heilsufar starfsfólksBæjarstjóri vinnur í ráðningu bæjarstjóraHöfnuðu sparnaðartillögum minnihluta