Nýjast á Local Suðurnes

Undirgöng fyrir gangandi vegfarendur við Fitjar – Reykjanesbær leggur til 30 milljónir

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Vonir standa til þess að mögulegt verði að ljúka framkvæmdum við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur með tengingu Ásbrúar við þjónustusvæði við Fitjar á þessu ári.

Sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar kynnti hugmyndir um undirgöng undir Reykjanesbraut fyrir Umhverfis- og skipulagsráði á fundi þess í mars síðastliðnum og bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að veita 30 milljónum króna í verkið.

Bæjarráð samþykkir að veita allt að 30 milljónum króna vegna stígagerðar undir Reykjanesbraut og færslu á vatnslögn. Bæjarstjóra falið að kanna aðkomu annarra aðila að verkefninu. Segir í fundargerð bæjarráðs.