sudurnes.net
Um 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni á við Fagradalsfjall - Local Sudurnes
Verulega hef­ur dregið úr jarðskjálfta­hrin­unni sem hófst aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í gær­morg­un, en þó mældist skjálfti að stærðinni 4 um klukkan 14, og annar af stærðinni 3 um miðjan dag í dag. Þá var smá hrina var í morg­un en ann­ars hef­ur hún verið í rén­un sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Veður­stofu Íslands. Yfir 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni á við Fagradalsfjall og á Reykjaneshrygg undanfarna tvo daga og sá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra meðal annars ástæðu til að minna fólk á hvernig bregðast á við þegar jarðskjálftar ganga yfir. Hægt er að fylgjast með skjálftavirkni á Reykjanesi í rauntíma á vef Veðurstofunnar. Meira frá SuðurnesjumSjaldan verið eins margir í mat hjá Þórkötlu – Myndband!Viðsnúningur hjá ÍAVLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaVeltan á fasteignamarkaði á Suðurnesjum tæpir þrír milljarðarVarð fyrir grófu einelti: “Í hvert sinn sem ég kem í Reykjanesbæ fer um mig kuldahrollur”Hefja kennslu í Dalshverfi í tímabundnu húsnæði í haustHarka færist í prófkjörsbaráttu – “Páll þarf að læra mannganginn í Sjálfstæðisflokknum”Ósátt vegna viðtals um Grindavíkurveg – “Algjörlega ekki það sem að ég vildi”Vilja að gerðir verði göngustígar á milli allra byggðakjarna á SuðurnesjumBjörgunarsveitir þakka veittan stuðning – “Ótrúlega magnað batterí”