Nýjast á Local Suðurnes

Viðhaldsstopp hjá United Silicon – Ofninn keyrður upp klukkan 15 í dag

Ljósbogaofn United Silicon verður tekinn út vegna skipulagðs viðhalds þann 20. júní frá kl 9.00 – 15.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Uppkeyrsla og rekstur ofnsins hefur gengið vel frá því að hann var gangsettur á ný eftir mánaðarstopp. Skipulögð viðhaldsstopp ofnsins koma til með að fækka óvæntum bilunum og tryggja stöðugleika í rekstri. Segir jafnframt í tilkynningunni.