Nýjast á Local Suðurnes

Zeto tekur þátt í Hello Tomorrow Summit – “Mikill heiður og frábært tækifæri”

Eydís Mary, stofnandi Zeto, hlustar af athygli á stofnanda Crowbar á vinnusmiðju Gulleggsins

Frumkvöðlafyrirtækið Zeto hefur verið valið í hóp 500 bestu deep-Tech frumkvöðlafyrirtækja í heiminum og mun taka þátt í Hello Tomorrow Summit sem haldin verður í París í október.

“Þetta er mikill heiður og frábært tækifæri þar sem við fáum að hitta fulltrúa nokkura stærstu fyrirtækja heims og kynna Zeto fyrir fjárfestum,” segir á Facebook-síðu fyrirtækisins.

Þá er til mikils að vinna, en á Hello Tomorrow Summit eru veitt ýmis verðlaun, þar á meðal fjármögnun upp á 100.000 Evrur, eða um 12 milljónir króna, sem besta frumkvöðlafyrirtækið að mati dómnefndar fær í sinn hlut.

Frumkvöðlarnir í Zeto hafa fengið fjölda viðurkenninga hér á landi, en fyrirtækið sem er hugarfóstur Eydísar Mary Jónsdóttur og fjölskyldu þróar, framleiðir og markaðssetur lífrænar serumhúðvörur úr kaldpressuðu þaraþykkni.