sudurnes.net
Lögðu bílum sínum inni í skrúðgarði - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af þremur ökumönnum sem lagt höfðu bifreiðum sínum inni í skrúðgarði, nærri körfuboltavellunum, í Njarðvík. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var þeim vinsamlegast bent á að skrúðgarðurinn væri ekki bifreiðastæði og færðu þeir bifreiðar sínar út úr garðinum við svo búið. Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem þótti haga akstri sínum undarlega í umferðinni. Hann framvísaði erlendu ökuskírteini sem reyndist vera falsað og haldlagði lögregla það. Meira frá SuðurnesjumÞungfært innanbæjar – Hvetja ökumenn á illa búnum bílum til að vera ekki á ferðinniGeyma kol undir berum himni – “Líður eins og við séum komin 100 ár aftur í tímann”Kuldaleg veðurspá næstu dagaBlue keypti bifreiðar fyrir 5,1 milljarðHringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti mengunarslys vegna United SiliconRútuferðir á 15 mínútna fresti að gosstað – Svona gengur þetta fyrir sig!Gosstöðvar vinsælar á sunnudagsrúntinumÖkumenn tóku norðurljósin fram yfir öryggi í umferðinniBílastæðavandamál við grunnskóla – Lá við slysi þegar ekið var yfir gangstéttSkráningarnúmer fjarlægð af óskoðuðum eða ótryggðum bílum