Nýjast á Local Suðurnes

Nettó býður viðskiptavinum að skipta plastpokum út fyrir fjölnotapoka

Verslun Nettó við Krossmóa

Sam­kaup hafa ákveðið að bjóða vi​ðskipta­vin­um sín­um að koma með plast­poka í all­ar versl­an­ir fyr­ir­tæk­is­ins og skipta þeim út fyr­ir fjöl­nota­poka. Átakið fer af stað í dag. Fyrirtækið, sem hefur höfuðstöðvar á Suðurnesjum, hefur komið upp mótttökustöðvum í veslunum sínum og fyrir hverja þrjá plastpoka fær fólk fjölnotapoka.

„Við höf­um tekið upp 50.000 fjöl­nota poka og komið upp sér­stök­um mótt­töku­stöðvum í versl­un­um okk­ar. Með því vilj­um hvetja fólk til að koma með plast­poka til okk­ar. Fyr­ir hverja þrjá plast­poka sem fólk skil­ar í versl­an­ir okk­ar, fær viðkom­andi einn fjöl­nota­poka.

Við sjá­um svo að sjálf­sögðu til þess að plast­pok­arn­ir fari á rétt­an stað, beint í end­ur­vinnslu. Með þessu vilj­um leggja okk­ar af mörk­um við að draga al­mennt úr notk­un plast­poka,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson,fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, í ­til­kynn­ingu.