sudurnes.net
Grindavíkurstúlkur í góðri stöðu eftir sigur á Haukum - Local Sudurnes
Grindavíkurstúlkur eru komnar 2-0 yfir í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik, eftir 85-71 sigur í Mustad-höllinni í Grindavík í gær. Þær þurfa því aðeins einn sig­ur til viðbót­ar til að komast í úrslitaeinvígið. Stuðnings­menn liðsins eiga stór­an þátt í þess­um sigri, því stemmningin í Grindavík í gær var eins og best verður á kosið. Grindvíkingar spiluðu vel sókn­ar­lega og varnarleikurinn var einnig í sterkari kantinum sem skilaði sterkum sigri gegn Haukaliðinu sem hafði fyrir þessa seríu gegn Grindvíkingum einungis tapað einum leik í deildarkeppninni. Whitney Michelle Frazier skoraði 24 stig, tók ​14 frá­köst og átti ​5 stoðsend­ing­ar, Pe­trúnella Skúla­dótt­ir skoraði 15 stig og Ing­unn Embla Krist­ín­ar­dótt­ir 14. Meira frá SuðurnesjumGrindavík lagði Hauka í spennuleikKomnar á beinu brautina undir stjórn Sverris ÞórsSkoruðu aðeins eitt stig í 1. leikhluta – Grindavík úr leik eftir ótrúlegan oddaleikHaukar völtuðu yfir GrindavíkGrindavíkurstúlkur komnar í bikarúrslitin – Keflavík úr leikÞróttarar lögðu Reyni í grannaslagLéttur sigur KR-inga í toppslagnumNjarðvíkurstúlkur í úrslit MaltbikarsinsGrindavík lagði Stjörnuna – Keflavík tapaði gegn HaukumÁkveðnir Keflvíkingar lögðu ÍR-inga í Dominos-deildinni