sudurnes.net
Upplýsingamiðstöð Reykjanes jarðvangs opnar í Duushúsum - Local Sudurnes
Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur verið opnuð í gestastofu Reykjanes jarðvangs, Bryggjuhúsi Duus safnahúss. Upplýsingamiðstöðin er landshlutamiðstöð og þjónar því Suðurnesjasvæðinu öllu. Áhersla verður lögð á að veita ferðamönnum haldgóðar upplýsingar um hvað hægt sé að sjá, gera og upplifa á svæðinu. Fljótlega getur Upplýsingamiðstöðin farið að sinna bókunarþjónustu fyrir gesti. Um leið og við kynnum okkur til leiks viljum við benda ferðaþjónum á að allar upplýsingar sem þeir vilja koma á framfæri eru vel þegnar og allra hagur að kíkja inn, kynna sig og kynnast okkur, segir í tilkynningu. Sumaropnunartímar: Mánudaga – föstudaga: 9-17 Laugardaga – sunnudaga: 12-17 Upplýsingamiðstöðin er eins og áður sagði sagði í Bryggjuhúsi Duus safnahúss við Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ. Meira frá SuðurnesjumNýjar reglur um flokkun úrgangs á byggingastaðLeikskólinn Tjarnarsel í bókaútgáfuMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÁ fimmta hundrað umsóknir um 33 lóðirFormlegar viðræður hafnarGönguleiðir að gosstöðvunum opnarHS veitur endurnýja hitaveituæð í GrindavíkSegja ósamræmi í gögnum varðandi uppbyggingu í GrófAukaaðalfundur Knattspyrnudeildar Keflavíkur: Baldur mun ekki bjóða sig fram til formannsDeep Jimi snýr aftur – Uppselt á fyrri tónleika hljómsveitarinnar