sudurnes.net
Torkennilegur hlutur fannst á Keflavíkurflugvelli - Vinnusvæði rýmt - Local Sudurnes
Torkennilegur hlutur fannst við uppgröft á vinnusvæði á Keflavíkurflugvelli um klukkan 17 í dag. Samkvæmt heimildum sudurnes.net var umrætt svæði rýmt. Miklar framkvæmdir standa yfir á flugvallarsvæðinu og eftir því sem sudurnes.net kemst næst munu verktakar hafa grafið niður á torkennilega hluti þannig að vinna var stöðvuð, starfsmönnum gert að yfirgefa svæðið og viðeigandi viðbragðsaðilum gert viðvart. Rétt er að taka fram að ekki hefur náðst í fulltrúa Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Meira frá SuðurnesjumIsavia býst við að röskun verði á millilandaflugi í dagStefna á að byggja 300 íbúðir á VatnsnesiMest mun mæða á Reykjanesbraut – Gagnvirkt kort sýnir lokanirLaun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna Reykjanesbæjar hækka um 17%Opinn íbúafundur um áhrif framkvæmda við flugbrautir – Kynna niðurstöður hljóðmælingaDagur Kár Jónsson til GrindavíkurLeggur fram breytingartillögu vegna launahækkanaHáskólavellir efna til hugmyndasamkeppniHinsegin vika í GrindavíkAtvinnuleysi mælist 17% í Reykjanesbæ – “Sannfærður um að við komumst í gegnum þetta saman”