Nýjast á Local Suðurnes

Féll í sprungu á leið að gosstöðvunum

Göngumaður féll í sprungu í nótt á leið sinni að gosstöðvunum og var sóttur af viðbragðsaðilum. Viðkomandi slasaðist eitthvað, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lögregla telur vert að benda á að það er gríðarlega erfitt og hættulegt að fara á fæti að gosstöðvunum þar sem hraun á svæðinu er mjög erfitt yfirferðar á göngu.

Mynd: Almannavarnir