Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn fullur á lyftara

Nokkr­ir öku­menn hafa verið tekn­ir úr um­ferð í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á síðustu dög­um vegna gruns um vímu­efna­akst­ur. Þeirra á meðal var starfs­maður fyr­ir­tæk­is sem var við vinnu á lyft­ara þegar lög­reglu­menn bar að garði.

Maður­inn var hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem sýna­tök­ur fóru fram, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Meðal annarra sem grunaðir voru um vímu­efna­akst­ur var ökumaður sem ók svipt­ur öku­rétt­ind­um.