Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík Íslandsmeistari

Keflvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld, eftir sigur á grönnum sínum úr Njarðvíki, 72-56. Keflvíkingar sigruðu einvígið nokkuð örugglega 3-0.

Daniella Wallen átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld, skoraði 22 stig, tók níu fráköst og var með níu stolna bolta. Sara Rún skoraði sömuleiðis 22 stig. Selena Lott skoraði 21 stig og tók 13 fráköst fyrir Njarðvík og Emilie Hessedal gerði 16 stig.

Mynd: Skjáskot / Facebook Körfuknattleiksdeild Keflavíkur