Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á kísilverksmiðju leiði til betri dreifingar útblástursefna

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Skipu­lags­stofn­un hefur birt álit vegna fyr­ir­hug­aðrs end­ur­bóta, end­ur­ræs­ingar og stækkun kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík.

Í áliti stofnunarinnar kemur fram að fyrirhugaðar breytingar komi til með að fækka til­vikum þar sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til mun betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var.

Engu að síður er það álit stofn­un­ar­innar að áhrif við rekstur 1. áfanga, þ.e. eins ljós­boga­ofns, verði nokkuð nei­kvæð og áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna tals­vert nei­kvæð.