sudurnes.net
Sofandaháttur ráðamanna ber ekki mikinn vott um vilja til að efla skólastarf - Local Sudurnes
Skólastjórnendur á Suðurnesjum hafa sent frá sér ályktun varðandi þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við í grunnskólum landsins verði ekkert að gert í kjaramálum kennara. Í ályktuninni kemur meðal annars fram að skólastjórnendur á Suðurnesjum finni að starfandi kennarar leiti á önnur mið hvað atvinnu varðar, enda hækka laun þeirra flestra við að skipta um starfsvettvang, því sé sífellt erfiðara að ráða menntaða kennara til starfa. Þá kemur fram í ályktuninni að svo virðist sem sofandaháttur ráðamanna beri ekki mikinn vott um skilning eða vilja til að efla skólastarf, hvað þá til að halda því í horfinu. Skólastjórnendur á Suðurnesjum benda einnig á í ályktuninni að hér sé ekki um sérmál kennara að ræða heldur brýnt hagsmunamál þjóðarinnar allrar og ekki síst atvinnulífsins í landinu. Ályktun skólastjórnenda á Suðurnesjum má finna í heild sinni hér. Meira frá SuðurnesjumDómaraskortur í Vogum – Ýmis flott fríðindi í boði fyrir dómaraHr. Hnetusmjör tryllti lýðinn með Njarðvíkurgull um hálsinn – Myndband!Starfsfólk frá Isavia til starfa á LandspítalaRafrettur til vandræða í Fjölbrautaskóla SuðurnesjaLeggja til að Kadeco ráðstafi lóðum í eigu ríkisins á nýNotaði lúalegt bragð til að stöðva skyndisókn Keflavíkur – Sjáðu myndbandið!Fjölmiðlaskrif og bókmenntaútgáfa Hilmars Jónssonar aðgengileg á nýjum vefKurr í lögreglumönnum vegna nauðgunarmáls – Hefðu viljað [...]