sudurnes.net
Skessuhellir lokaður vegna viðgerða - Local Sudurnes
Skessuhellir í Gróf verður lokaður næstu daga vegna viðgerða. Mikið tjón varð á hellinum, göngustíg og lýsingu í óveðrinu á dögunum. Komið hefur í ljós að óveðrið síðastliðinn föstudag olli talsverðum skemmdum við og í Skessuhelli og verður hellirinn því lokaður á meðan að viðgerð stendur yfir. Sjór sem gekk upp á land hreinsaði burt mikið af jarðvegi og því er göngustígurinn upp við hellinn úr lagi genginn og beinlínis hættulegur. Tilkynning verður send út um leið og hellirinn opnar að nýju, segir á vef Reykjanesbæjar. Meira frá SuðurnesjumVísir hefur vinnslu í HelguvíkMikilvægt að hreinsa frá niðurföllum fyrir helginaTjónið vegna óveðursins einna mest á ReykjanesiFarþegar á Keflavíkurflugvelli fá smáskilaboðLögregla kannar hvort gos sé hafiðOlli árekstri og hljóp út í móaUm 50 aflandsfélög í gagnagrunni Panamaskjala með heimilisfang í GarðiReykjanesbær og Vogar gefa grænt ljós á leyfi til leitar að málmum á ReykjanesiÝmis vandamál fylgja rafmagnsleysi – Notendur hvattir til að hafa sambandOrkurallið um helgina