sudurnes.net
Málningaslettur og myndefni kom upp um veggjakrotara - Local Sudurnes
Tveir dökkklæddir menn tóku á rás þegar lögreglan á Suðurnesjum hugðist hafa tal af þeim við hefðbundið eftirlit um helgina. Þegar þeir náðust var annar að reyna að fela sig bak við gám og hinn var að klifra upp í ruslagám. Mennirnir reyndust hafa ýmislegt á samviskunni þegar rætt var við þá á lögreglustöð. Þeir viðurkenndu nefnilega að hafa krotað á veggi nærliggjandi húsa, á strætóskýli, undir brú og á hvítan gám. Málningaslettur á höndum báru vitni um athæfi þeirra. Á myndavél sem þeir voru með í fórum sínum voru myndir af veggjakrotum þeirra og einnig myndir af þeim við „sköpunarverk“ sín. Meira frá SuðurnesjumSprengdu flugelda inni í nýbygginguHafði uppi kynferðislegar handabendingar og tal við börnBörn og ungmenni geta tilkynnt til barnaverndarKomu erlendri konu til hjálpar: “Takk, Bryndís, takk Siguringi, takk Sigurður, takk Jon Olav”Fingralangir ferðalangar stálu áfengi af ferðalöngum á ferðalagiMeiddist á flótta undan hundiSkemmtistaðir notast við sameiginlegt Tetra-kerfi – Síbrotamenn bannaðir á öllum stöðumNjarðvíkingar fá leikmann úr belgísku úrvalsdeildinniGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku hakakrosstöfluFlott flugeldasýning á Ljósanótt þrátt fyrir slæmt skyggni